Listaverk í stærfræði

Í stærfræðitíma fórum við í tölvur og bjuggum til listaverk. Þegar listaverkið var tilbúið áttum við að telja litina og finna út hversu mikið prósent hver og einn litur var. Mér fannst þetta skemmtileg tilbreyting á stærfræðitíma og svo lærði ég smá á appið málun.

Hér getur þú smellt og séð verkefnið mitt


Galdrastafir og græn augu

Við lásum bókina galdrastafir og græn augu í íslenskutíma. Þegar við vorum búinn að lesa bókina gerðum við plaggat og skrifuðum um galdrastafir og græn augu.  Mér fannst þetta ótrúlega skemmtilegt verkefni og þessi bók var mjög áhugaverð.galdrastafir


Ritun

Í íslensku vorum við að vinna með frjálsa ritun. Við byrjuðum á að skrifa uppkast á blað, svo þegar við höfðum fundið góða hugmynd af sögu þá fórum við upp á bókasafn og byrjuðum að skrifa í tölvum. Mér fannst mjög erfitt að byrja á að skrifa því ég bókstaflega var með enga hugmynd. Svo þegar ég loksins fékk hugmynd þá byrjaði ég að skrifa og skrifa. Ég lærði nýjan orðaforða og nokkur orðin voru á frönsku. Þetta verkefni var mjög skemmtilegt því að mér finnst svo gaman að skrifa skáldsögur.

ritun


Hollusta

Í náttúrufræði áttum við að búa til plaggat um hollan mat og gefa ykkur kannski hugmyndir um góðan og hollan mat sem hægt er að borða dags daglega. Við áttum að hafa morgunmat, hádegismat, síðdegismat, kvöldmat og kvöldhressingu. Þetta var skemmtilegt verkefni og ég lærði mikið um það.hollusta natturufraeði


Tyrkjaránið

Við fengum tvo nema  frá Kennaraháskólans Íslands í heimsókn í skólann og þau kenndu okkur að búa til spil um Tyrkjaránið.Við unnum 5 saman í hóp, ég, Greta, Elísa, Adam og Garðar. Ég tók það að mér að búa til spil, plasta spilin,lita plaggatið, teikna skipin, skrifa reglurnar og fara ofaní með útlínupenna. Við unnum vel saman sem hópur við áttum smá í erfiðisköstum fyrst en svo gekk okkur bara vel. Við pössuðum að allir fengu að gera það eitthvað. Mér langar ótrúlega mikið að gera þetta verkefni aftur.

 

tyrkjasdpil1


Setuliðið

Setuliðið.

Ég las bókina Setuliðið eftir Ragnar Gíslason. Ragnar Gíslason hefur unnið mikið með ungu fólki í áraraðir. Ragnari tekst mjög vel að halda góðri spennu í bókinni. Þessi bók er gefin út árið 2003. Í þessari bók eru 156 blaðsíður.

Bókin fjallar um sex krakka. Krakkarnir hafa mjög mikinn áhuga á stríðsárunum og fara að skoða gömul byrgi. Þar finna þau gröf fulla af beinum. Þau finna að það er ekki allt með feldu og ákveða að stofna leynifélag sem fékk nafnið Setuliðið. Seinna í bókinni kemur í ljós að frændi krakkana hafi framið morð.

Mér fannst þessi bók vera mjög raunveruleg, áhugaverð og spennandi. Mér fannst persónurnar í bókinni vera mjög skemmtilegar. Ég mæli með þessari bók fyrir þá sem hafa gaman af spennu og smá hrolli.


Health

Health. This is a plakat about healthy lifestyle. It is important to drink a lot of water in our daily lives. Healthy teeth are also very important, good night sleep and excercises as well as a lot of mobile free time. Vegetables and fruits are essential for good health and help to protect us against some diseases and give us a lot of vitamins and strength. I really did enjoy making this plakat. A healthy body holds a healthy soul and mind:)

 

 

 


Um mig

Ég var að gera verkefni um sjálfan mig.Ég lærði á nýtt forrit sem heitir Glogster. Glogster er mjög skemmtilegt forrit, það býður upp á allskonar möguleika sem önnur forrit gefa ekki. Mér fannst þetta verkefni vera mjög skemmtilegtilegt, mér finnst gaman að læra á ný forrit.

 


Bókagagnrýni

tvíburar takast áÉg las bókina Tvíburar takast á eftir Geoff Rodkey sem er frábær bók fyrir börn og unglinga. Bókin er um tvíburarsystkini sem keppast um hvort þeyrra er betra. Þessi bók er bráðfyndin og það er alveg ómögulegt að leggja hana frá sér. Ef þú villt vita hvort þeyrra vann stríðið mikla þarft þú að lesa söguna, vona að þú njótir bókarinnar.


Úlfljótsvatn

Við bekkurinn fórum á Úlfljótsvatn þann 1.Október- 3. Október, við fórum í allskonar leiki fjallgöngur klifur og þrautir. Stelpurnar gistu í einu húsi og strákarnir gistu í öðru húsi. Ég lærði heilmikið t.d. þegar við fórum í Ljósafossvirkjun og Írafossvirkjun. Ég skemmti mér alveg konunglega takk fyrir mig Úlfljótsvatn!


Um bloggið

Elma Finnlaug Þorsteinsdóttir

Höfundur

Elma Finnlaug Þorsteinsdóttir
Elma Finnlaug Þorsteinsdóttir

Bloggvinir

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • galdrastafir
  • inni galdrasafir og graen augu
  • ritun
  • hollusta natturufraeði
  • tyrkjasdpil1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband